142. löggjafarþing — 14. fundur,  26. júní 2013.

störf þingsins.

[15:21]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna og að vekja máls á þessu hrikalega máli sem ég hef bara verið að lesa um í blöðunum eins og aðrir landsmenn og er kannski ekki kominn nægilega vel inn í.

Ég hef haft spurnir af því og veit að hæstv. velferðarráðherra hyggst boða til fundar til að ræða þetta tiltekna mál með umboðsmanni skuldara, Fjármálaeftirlitinu og talsmanni neytenda. Það kemur vel til greina að efnahags- og viðskiptanefnd taki sérstakan fund um málið til að átta sig á því hvað, ef þá nokkuð, þingið getur gert í málinu.