142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

stjórnarskipunarlög.

5. mál
[22:14]
Horfa

Freyja Haraldsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég ætla að vera stuttorð. Við viljum fagna því að þetta frumvarp skuli liggja fyrir og vonum og gerum ráð fyrir því að það verði samþykkt svo hægt sé að halda áfram vinnu með stjórnarskrána. Við teljum að með þessu sé hægt að skapa rými fyrir alla, óháð því hvar þeir standa í málinu, til að halda áfram vinnu við breytingar á stjórnarskrá. Með því sé einnig hægt að hefja nýjan kafla í þessu máli sem er jákvæðari og þannig að fólk geti talað saman af virðingu og komist að niðurstöðu sem sátt er um, sem síðan er hægt að bera fyrir þjóðina og sjá hvað hún vill gera þegar sátt hefur náðst í málinu.