142. löggjafarþing — 23. fundur,  5. júlí 2013.

stjórnarskipunarlög.

5. mál
[00:25]
Horfa

Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Virðulegi forseti. Það voru vissulega mikil vonbrigði á síðasta kjörtímabili að ekki skyldi takast að ljúka þeirri heildarendurskoðun sem sett var af stað á stjórnarskrá lýðveldisins. Það var gríðarlega merkt ferli frá upphafi og þar til að það strandaði hér á Alþingi á lokadögum síðasta kjörtímabils. Ljósið í því myrkri var svo sannarlega frumvarp formannanna þriggja um tímabundið ákvæði um breytingu á stjórnarskránni. Það ákvæði og samþykkt þess nú er mikið fagnaðarefni og gefur vonir um að það takist að ljúka að minnsta kosti hluta af þeirri miklu og merkilegu vinnu sem var unnin af þjóðfundinum, stjórnlagaráði og á Alþingi í kjölfarið. Vonandi tekst þinginu að ljúka að minnsta kosti mikilsverðustu breytingartillögunum, þeim sem snúa að sameign þjóðarinnar á auðlindum sínum og þjóðaratkvæðagreiðslum. Það er mjög ánægjulegt að þetta gangi til atkvæða nú og verði samþykkt.