142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

vísun skýrslna Ríkisendurskoðunar til nefnda.

[10:32]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti tilkynnir að með bréfi, dags. 11. september sl., hefur forseti óskað eftir því við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, samanber ákvæði 8. töluliðar 1. mgr. 13. gr. þingskapa, að hún fjalli um eftirfarandi skýrslur frá Ríkisendurskoðun; skýrslu um sjálfseignarstofnanir og sjóði 2011, skýrslu um reiknilíkan heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni, skýrslu um rekstur og stjórnskipulag Vatnajökulsþjóðgarðs, skýrslu um sjúkraflug á Íslandi og skýrslu um skipulag og úrræði í fangelsismálum.

Forseti hefur einnig óskað eftir því með bréfi, dags. 11. september, að fjárlaganefnd, samanber 8. tölulið 1. mgr. 13. gr. þingskapa, fjalli um skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir tímabilið janúar til desember 2012.