142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:53]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég þakka öllum hv. þingmönnum fyrir að vera mættir í þingsal til þess að tala, að því er virðist, efnislega um frumvarpið. Við erum búin að tala um þessi mál. Það var hérna meira en gott tækifæri til að ræða þau í pontu efnislega en núna þurfum við að gera það hér. Hér var tækifæri til að laga þetta vandamál.

Hvað varðar þessa Stasi-aðdróttun ætla ég ekki að taka undir hana, bara svo það sé á hreinu, nema að því leyti að hérna er til staðar freistnivandi. Ef við segjum já við þessu, hvenær segjum við nei? Seðlabankinn, með fullri virðingu fyrir þeirri mjög mikilvægu stofnun, var meðal annars kominn með plan um hvernig hægt er að nota þessi gögn til eftirlits af því að það væri ofboðslega mikilvægt. Og það væri það og það mundi laga fullt af vandamálum ef við einfaldlega notuðum þessi gögn til eftirlits hjá ríkislögreglustjóra og hvar sem er. Þetta kom fram í efnislegu umræðunni sem varð hér.