142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:59]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Hér greiðum við atkvæði um það ákvæði sem er einmitt ætlað að tryggja að upplýsingarnar sem hér mun verða heimilt að fara með til Hagstofunnar, að óheimilt verði að afhenda þær öðrum stjórnvöldum. Ég tel því að allur þingheimur hljóti að geta verið sammála um að hér sé ákvæði sem sameinar okkur öll í þessu máli. Ekki satt?