143. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2013.

skipun þingskapanefndar.

[10:31]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Eins og forseti Alþingis gat um við þingsetningu hefur orðið samkomulag milli þingflokkanna á Alþingi um að halda áfram þeirri endurskoðun þingskapa sem unnið var að á síðasta vetrarþingi. Ákveðið var að allir þingflokkar ættu aðild að nefndinni en formaður hennar yrði forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson. Að öðru leyti er nefndin skipuð eftir hlutfallsreglu.

Í samræmi við þetta óskaði forseti eftir tilnefningum þingflokkanna í þingskapanefnd. Hafa þær nú borist og er nefndin skipuð eftirfarandi þingmönnum:

Frá Samfylkingunni: Kristján L. Möller aðalmaður og Helgi Hjörvar til vara.

Frá Sjálfstæðisflokknum: Birgir Ármannsson og Elín Hirst aðalmenn en Brynjar Níelsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir til vara.

Frá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði: Árni Þór Sigurðsson aðalmaður en Svandís Svavarsdóttir til vara.

Frá Framsóknarflokknum: Höskuldur Þórhallsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir aðalmenn en Sigrún Magnúsdóttir til vara.

Frá Bjartri framtíð: Brynhildur Pétursdóttir aðalmaður og Óttarr Proppé til vara.

Frá Pírötum: Jón Þór Ólafsson aðalmaður og Birgitta Jónsdóttir til vara.

Auk þeirra, eins og áður sagði Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis.

Nefndin mun sjálf kjósa sér varaformann.

Forseti Alþingis hefur boðað þingskapanefnd saman á fyrsta fund í hádegishléi í dag, en það mun standa yfir frá kl. 13 til 14.