143. löggjafarþing — 18. fundur,  7. nóv. 2013.

þjónusta umboðsmanns skuldara við landsbyggðina.

[10:54]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrir hvatninguna enn á ný og ítreka það sem ég sagði að ég legg áherslu á það við allar þær stofnanir sem heyra undir mig að þær sinni þjónustu við alla landsmenn og það þýðir að sjálfsögðu að menn reyna að hitta viðskiptavini sína þar sem þeir eru. Ég mun því leggja áherslu á það við umboðsmann skuldara eins og við aðrar stofnanir.