143. löggjafarþing — 22. fundur,  14. nóv. 2013.

opinn hugbúnaður í menntakerfinu.

[11:01]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Á síðasta kjörtímabili var innleidd stefna í menntamálaráðuneytinu um opinn hugbúnað í menntastofnunum landsins, sérstaklega menntaskólum. Fyrirspurn mín er einföld: Stendur til að halda því verkefni áfram og styrkja og hvetja skólana áfram til þess að innleiða opinn hugbúnað þar sem kostur gefst?