143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[18:36]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nei, auðvitað gerir hann það ekki, ekki frekar en að vegakerfið kemur í veg fyrir að einhver keyri út af. En ef kortagrunnurinn er til veit fólk betur hvar það má vera. Ef ég væri þarna upp undir Hofsjökli með hv. þingmanni og sæi einhvern fara út fyrir kortagrunninn og hann vissi að viðkomandi væri fyrir utan, þá ætti hann að flauta á hann og helst hlaupa á eftir honum og stoppa hann, alla vega gefa upp númerið þegar hann kæmi í bæinn.