143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[19:03]
Horfa

Margrét Gauja Magnúsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bara fá að árétta það að lögin um náttúruvernd sem áttu að taka gildi í apríl á næsta ári eru mjög leiðbeinandi og góður leiðarvísir fyrir allar þær náttúruverndarnefndir sem starfa á vegum sveitarfélaganna hér á landi. Þarna finnst mér verið að skerpa á ráðgjafarhlutverki Umhverfisstofnunar varðandi umhverfis- og náttúruverndarnefndirnar sem hefur vantað. Það er gott.

Þar sem ég náði ekki að klára það áðan ætla ég að fá að lýsa yfir miklum áhyggjum. Ég þekki ekki lögin frá árinu 1999, hvað þar stendur um friðlýsingu á vatnsverndarsvæðunum. Mér skilst að það sé ekkert, það er ekki víst að gerðar hafi verið við það athugasemdir eins og hér er talað um, en ég held að það sé alveg á hreinu að um 55. gr. í þessum lagabálki sé ekki hægt að koma með neina málamiðlanir. Menn semja ekkert um þetta. Þetta þarf að friðlýsa (Forseti hringir.) og það þarf að gera það strax.