143. löggjafarþing — 25. fundur,  19. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[16:10]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þessa skýringu en felli mig hins vegar svolítið illa við það að vegna þess að ég er hér fulltrúi Framsóknarflokksins elski ég ekki landið mitt, þyki ekki vænt um það o.s.frv. Ég kenni nemendum til dæmis að nota hugtakið sjálfbæra þróun, kenni það í þjóðfélagsfræði í 10. bekk grunnskóla. Auðvitað viljum við öll passa upp á náttúruna. Ég sætti mig svolítið illa við það, eins og hann talaði í ræðu sinni áðan, að af því að ég er framsóknarmaður sé ég ekki umhverfisverndarsinni eða umhverfissinni.

Þó að hann sé vinstri grænn hefur hann ekki rétt á því að vera meiri umhverfisverndarsinni en ég. Þannig er það ekki. Eins og þingmaðurinn sagði sjálfur höfum við sannarlega persónulegar skoðanir á þessu, hann má ekki gleyma því, það er rétt hjá honum.