143. löggjafarþing — 26. fundur,  20. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[17:44]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Að ná sátt við sem flesta. Hún mamma mín kenndi mér ungum að manni ætti að þykja jafn vænt um öll börnin sín. Þess vegna hafði ég þau orð uppi hér áðan að það var eins og þeir sem skildir voru eftir upphaflega utan garðs þegar nýju lögunum var lokað og þau samþykkt, hefðu ekki notið sömu alúðar og þeir sem komu fyrr að málinu.

Ég deili ekki þeirri skoðun með hv. þingmanni að kostnaður sveitarfélaganna sé þegar dottinn niður. Og ég get alveg upplýst það hér að á meðan á vinnu við þessi lög stóð höfðu sveitarstjórnarmenn, sérstaklega í hinum dreifðu, víðfeðmu byggðum, miklar áhyggjur af þessum kostnaði. Það er því rík ástæða til þess (Forseti hringir.) (Gripið fram í: Hvert stefnir þú?) að ganga hægt um hér.