143. löggjafarþing — 28. fundur,  28. nóv. 2013.

skaðsemisábyrgð.

91. mál
[11:08]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við erum að fara að greiða atkvæði um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skaðsemisábyrgð. Öll allsherjar- og menntamálanefnd stendur að þeirri breytingartillögu sem hér liggur fyrir. Það er samstaða um málið í nefndinni. Okkur hafa borist frekari umsagnir um málið og munum því taka það aftur inn til nefndarinnar á milli umræðna.