143. löggjafarþing — 29. fundur,  29. nóv. 2013.

seinkun klukkunnar og bjartari morgnar.

197. mál
[11:38]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon talar um viðskiptahagsmuni hérna sem vissulega skipta máli í þessu samhengi. Þá er spurningin hvað þeir skipta miklu máli og hvort þeir eigi að vega þyngra en lýðheilsa fólks og réttur fólks til þess að lifa við réttan tíma, sólartíma, tíma sem líkamsklukka þess segir að sé réttur tími.

En hv. þingmaður gefur sig líka út fyrir að vera málsvari verkalýðsins og því vil ég spyrja hann: Þegar starfsfólk mætir til vinnunnar kl. 8 á morgnana, sem er í raun kl. 6.30, ætti það þá ekki að fá fyrsta 1,5 tímann borgaðan í yfirvinnu?