143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi.

209. mál
[18:13]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Frumvarpið sem hér er verið að fresta að hluta til gildistöku á vegna refsiákvæða var samþykkt 10. apríl 2013. Mér finnst að undanförnu margt hafa komið fram í þessu máli sem hvorki er fullrætt né fullkannað. Ég hefði talið skynsamlegra, öndvert við það sem hv. þm. Kristján L. Möller sagði, að lögunum yrði frestað í heild sinni um tíma á meðan þeir þættir sem upp hafa komið eru enn, að mínu mati, ókannaðir.

Ég vildi láta þetta koma fram við umræðuna en ætla ekki tefja hana frekar.