143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[18:13]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Auðvitað léttir okkur þegar hv. þm. Ögmundur Jónasson kemur og segir að það þurfi ekki að setja 9 þús. millj. kr. í Íbúðalánasjóð. Málið er bara leyst. Þetta er allt annað líf og ég vil bara þakka hv. þingmanni fyrir að létta af þjóðinni vanda Íbúðalánasjóðs með þessari yfirlýsingu. (Gripið fram í: Málefnalegur.) Já, fyrirgefðu, ég gleymdi mér aðeins. (Gripið fram í.) Já, ókei, fyrirgefið. Það er bara ekki hægt annað þegar maður hlustar á þetta. Ég reyni.

En aðeins um virðisaukaskattinn á hótel- og gistiþjónustu. Hv. þingmaður er að ráðast harkalega að minni hluta fjárlaganefndar sem telur að tekjulækkun fyrir árið 2013 hafi verið 500 millj. kr. (Gripið fram í.) fyrir virðisaukann á gistiheimilum eða hótelum.

Og það er ekki þannig að menn veiti skattalækkun þegar þeir fara ekki upp í hæstu hæðir í skattheimtu. (Forseti hringir.) Þetta er bara (Gripið fram í.) grundvallarmunur á lífsviðhorfi hægri og vinstri manna að ef í alvöru vinstri menn trúa því að (Forseti hringir.) 100% skattur sé bara það eðlilega og síðan veiti menn bara skattafslátt ef þeir fara eitthvað niður fyrir það. Það gengur ekki upp.