143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[13:06]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég verð að leyfa mér að segja að það er undarlegt að hlusta á fyrrverandi hæstv. iðnaðarráðherra, Katrínu Júlíusdóttur, ræða um mikilvægi nýsköpunar, framþróunar og sýnar inn í framtíðina og sjá svo alla þingmenn Samfylkingarinnar sitja hjá þegar verið er að setja inn þessa fjármuni, sitja hjá og hafa ekki einu sinni döngun í sér til að styðja það sem þeir þó settu fram sjálfir. (Gripið fram í.) Það er eiginlega furðulegt (Gripið fram í: … breyta þessu.) að fylgjast með þessu.