143. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[00:59]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Jú, það er sjálfsagt að ræða málið en það er gömul og hallærisleg pólitík að standa í ræðustól Alþingis og hella sér yfir sitjandi þingmenn með slíkum orðum, eins og hv. þm. Ögmundur Jónasson gerði og beindi orðum sínum allan tímann að einum flokki sem hann nefndi á nafn, Sjálfstæðisflokknum, að hann hefði hafið þessa aðför að Ríkisútvarpinu og við sem sætum hér sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins værum þar með samsek. Mér finnst svona pólitík hallærisleg og mér finnst hún gömul. En það er ekki þar með sagt að ég sé ekki tilbúin að ræða málefni útvarpsins en ég ræði þau ekki á þeim nótum að taka einstaka menn prívat og persónulega hingað inn og hæða þá. Það er ekki þannig sem mér finnst að pólitík í ræðustól (Forseti hringir.) Alþingis eigi að vera. Já, ég kalla það háð af hv. þm. (Forseti hringir.) Ögmundi Jónassyni þegar hann nefnir hér (Forseti hringir.) fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafi verið ráðinn til að stjórna (Forseti hringir.) dýrum sjónvarpsþætti meðan aðrir voru reknir. (Forseti hringir.) Mér finnst það dónaskapur.