143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[11:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ríkissjóður, þ.e. skattgreiðendur, þ.e. við, er að borga 75 milljarða á ári í vaxtagjöld. Það er eitt stykki háskólasjúkrahús á hverju einasta ári, fullbúið. Hvernig lögum við það? Með því að lækka skuldir ríkissjóðs. Og hvað gerum við til þess? Með því að koma með afgang af ríkissjóði. Það er mjög brýnt.

Og það sem við erum að gera hér er að fara í margar óþægilegar aðgerðir til að ná því markmiði. Við erum að ganga á nýsköpun, við erum að ganga á skrásetningargjöld háskóla, fæðingarorlof og komugjöld á sjúkrahús. Þetta er allt mjög óþægilegt, en markmiðið er að ná niður þessari gífurlegu skuldsetningu ríkissjóðs, okkar skattgreiðenda.