143. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:55]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Páli Val Björnssyni fyrir innblásna ræðu, hann kom víða við. Það einkennir umræðuna hér að komið hefur verið inn á meginstefnumál, ég fagna því alltaf, meginstefnu í ríkisfjármálum. Hv. þingmenn Svandís Svavarsdóttir og Árni Páll Árnason, sem gengur hér um salinn, hafa komið inn á meginstefnu og þar komum við auðvitað að pólitík.

Talandi um heimilin, grundvallarstoð í okkar hagkerfi — skárra væri það nú ef við ræddum ekki heimilin, hvort sem er í kosningabaráttu eða hér á Alþingi. Það er hlutverk ríkisins að sjá til þess að efnahagshringrásin virki, verðmætasköpunin. Heildarskuldir ríkissjóðs eru 80% af allri (Forseti hringir.) framleiðslu á einu ári, það sem við erum (Forseti hringir.) að puða fyrir á heilu ári. Vill hv. þingmaður taka ábyrgð á því (Forseti hringir.) að auka skuldir ríkissjóðs við þær aðstæður?