143. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[21:33]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Takk fyrir svarið, við erum greinilega sammála um það að desemberuppbótin ætti að vera inni og að atvinnulausir hafi gert ráð fyrir henni, hún skiptir máli núna í desembermánuði.

Það sem ég var líka að velta upp áðan var þessi niðurskurður til Vinnumálastofnunar sem mun koma niður á því hvernig er hægt að aðstoða atvinnulausa, hjálpa þeim að sækja um starf og halda utan um þá, beina þeim í ýmis úrræði og þar fram eftir götunum. Mig minnir að það sé verið að tala um 30% niðurskurð á Vinnumálastofnun. Ég velti fyrir mér hvort hv. þingmaður deili þeim áhyggjum með mér að þetta sé fullmikill niðurskurður og muni bitna á þeim sem þurfa á þjónustu Vinnumálastofnunar að halda.