143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:17]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil áður en atkvæðagreiðslan hefst segja frá því að Samfylkingin leggur fram heildstæðar breytingartillögur, bæði á tekju- og gjaldahlið og tillögurnar gera ráð fyrir því að heildarjöfnuður náist eins og áætlanir fyrri ríkisstjórnar og þeirrar nýju gerðu ráð fyrir. Nái tillaga okkar ekki fram að ganga munum við sitja hjá við aðrar breytingartillögur meiri og minni hluta og við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í heild sinni, enda er það á ábyrgð meiri hlutans.