143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:48]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Eins og kemur hér fram þá leggjum við vinstri græn mikla áherslu á að nemendur geti áfram stundað nám í heimabyggð, svokallað dreifnám. Tillögurnar okkar innihalda það líka að hægt verði að hefja slíkt nám á Vopnafirði.

Næsti liður sem við greiðum svo atkvæði um þar á eftir, liður 5, er jöfnun á námskostnaði. Þar var skorið niður af hálfu núverandi ríkisstjórnar en við leggjum eindregið til að það verði ekki gert því þessi jöfnun er svo sannarlega mikilvæg fyrir þá sem þurfa að fara um langan veg til að sækja skóla. Ég hvet hv. þingmenn til að greiða þessu atkvæði. Að auki leggjum við til hér mikinn og aukinn stuðning við rekstur framhaldsskóla sem við vitum öll að er frekar illa staddur.