143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014.

2. mál
[11:44]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Við greiðum atkvæði um pólitíska stefnubreytingu sem við í Bjartri framtíð leggjumst eindregið gegn. Hér er verið að veikja tekjugrundvöll Fæðingarorlofssjóðs, hlutdeild hans í tryggingagjaldi. Það kemur mér á óvart vegna þess að ég hefði haldið miðað við umræðuna um Fæðingarorlofssjóð að mjög víðtækur og breiður pólitískur stuðningur væri við það að hafa hann öflugan. Hér er sem sagt verið að breyta því og við leggjumst eindregið gegn því.