143. löggjafarþing — 52. fundur,  20. jan. 2014.

almannatryggingar, málefni aldraðra og félagsleg aðstoð.

144. mál
[15:46]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Það ríkir samstaða um þetta mál í hv. velferðarnefnd en hér kemur inn í 3. umr. breytingartillaga um gildistökutíma. Í frumvarpinu stendur að lögin skuli taka gildi 1. janúar 2014 en eðli málsins samkvæmt er óheppilegt að gildistakan verði afturvirk þannig að hún er flutt fram til 1. febrúar 2014. Það er ástæða þess að hér er flutt breytingartillaga fyrir 3. umr. Nefndin hefur ekki fjallað um málið á milli umræðna enda afgreiddum við það, eins og ég sagði áðan, í einingu úr nefndinni og á morgun verður þessi breytingartillaga eingöngu afgreidd vegna þeirra tæknilegu annmarka að ekki náðist að afgreiða málið fyrir jól.