143. löggjafarþing — 54. fundur,  22. jan. 2014.

störf þingsins.

[15:31]
Horfa

Oddgeir Ágúst Ottesen (S):

Herra forseti. Þó að ég leggi mig fram um að tala skýrt getur auðvitað alltaf gerst að einhverjir misskilji það sem maður segir. Ég held að hv. þm. Elsa Lára Arnardóttir hafi verið að gefa í skyn að ég teldi að einhverjir hópar fjölskyldna hefðu sérstaklega hagnast á hruninu. Það sagði ég aldrei, hins vegar töpuðum við öll á hruninu. Leigjendur töpuðu, ungt fólk sem býr enn í heimahúsum og er í námi tapaði á hruninu, það á eftir að borga skuldir ríkissjóðs næstu áratugina.

Ekki er hægt að sýna fram á að þeir sem keyptu fasteign löngu fyrir hrun séu eitthvað verr settir en þeir sem hafa verið á leigumarkaðnum frá þeim tíma. Þess vegna er mjög einkennilegt að ákveða einhverjar réttlætisbætur handa þeim hópi fjölskyldna sem er oft og tíðum betur settur en aðrir hópar. Það var bara það sem ég var að segja, ég var alls ekki að segja að einhverjir hópar hefðu hagnast á hruninu.