143. löggjafarþing — 55. fundur,  23. jan. 2014.

fríverslunarsamningur Íslands og Kína.

73. mál
[13:57]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég geri mér grein fyrir því að málið er í eðlilegum farvegi. Það sem ég var eiginlega að spyrja að var hvort við gætum ekki beðið með að greiða atkvæði um þennan samning, beðið með að fullgilda hann þangað til búið er að afgreiða þingsályktunartillöguna um málefni Tíbets í nefndinni og það fái þá þinglega meðferð eins og mál af svipuðu tagi.