143. löggjafarþing — 56. fundur,  27. jan. 2014.

hagsmunir íslenskra barna erlendis.

[15:25]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir góð svör. Þó að þetta mál sé persónulegt og erfitt er það samt sem áður á okkar borði. Það snýst um þrjú ef ekki fjögur börn og við verðum að taka á því. Mér finnst gott að heyra að innanríkisráðherra geri það. Staðan er núna sú að æðsta dómsvald Íslands hefur framselt eða ætlar að framselja þessa móður. Það er vissulega mjög umhugsunarvert. Ég veit að það er erfitt að vera í þessum stólum ykkar núna en ég hvet ykkur til að gera allt sem þið getið til að beita ykkur í málinu.