143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[16:33]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þegar verið er að vísa til þess hvað gerðist á síðasta kjörtímabili til að réttlæta það sem er verið að gera núna sé ég mig tilneydda til að koma hingað í pontu. Ég veit ekkert hvað var í gangi hér á síðasta kjörtímabili og hvort einhverjir keyptu einhvern til fylgilags við sig þegar verið var að skipa í stjórn RÚV. Það kemur málinu ekki neitt við. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Við hljótum núna að horfa á hvað við erum að gera í dag og horfa til framtíðar og reyna að skapa einhverja sátt um það og traust, fyrst hæstv. menntamálaráðherra kom inn á traust, notaði það orð áðan. Eigum við ekki að treysta fulltrúum allra flokka til að sitja í stjórn RÚV?