143. löggjafarþing — 63. fundur,  13. feb. 2014.

raforkustrengur til Evrópu.

59. mál
[14:28]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Herra forseti. Bara svo ég hnykki á því sem stendur í nefndarálitinu um málið þá segir þar að nefndin sé sammála um að vegna þeirrar óvissu sem sé um málið á þessu stigi sé nauðsynlegt að hefja sem fyrst vinnu við nánari greiningu á verkefninu á grundvelli þeirra atriða sem fram komu hjá ráðgjafarhópnum. Það er mjög skýrt.

Eins og ég sagði hefði alveg verið hægt að gera eitthvað annað. Fram kom í formála ráðherra að þarna væru í rauninni þrjár sviðsmyndir: Það er að hægja á verkefninu, fara strax í könnunarviðræður eða halda áfram að safna þessum upplýsingum, eins og ráðgjafarhópurinn gerir grein fyrir í skýrslunni, og sú varð niðurstaðan.