143. löggjafarþing — 64. fundur,  18. feb. 2014.

skýrsla um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

[13:34]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Staðan sem upp er komin er vandræðaleg og hún er niðurlægjandi fyrir þingið. Hún er til skammar fyrir ríkisstjórnarflokkana sem gerðu tilraun, góða tilraun til þess að skapa traust um framvindu þessa máls. Traust sem snerist um það að við gætum verið sammála um málsmeðferðina, við gætum verið sammála um hvernig við ætluðum að vinna úr skýrslunni hér í þinginu, hvernig við ætluðum að ræða hana o.s.frv.

Síðan er það svo vísvitandi vilji til að brjóta þennan trúnað að það er ekki bara skipulegur leki inn á fjölmiðla stjórnarflokkanna heldur er þingmaður annars stjórnarflokksins, Framsóknarflokksins, í útvarpsviðtali í morgun þar sem verið er að ræða þessi mál. Hvernig á umræðan að verða eðlileg í þinginu eftir þetta upphaf, virðulegi forseti?