143. löggjafarþing — 64. fundur,  18. feb. 2014.

afsökunarbeiðni og greiðsla skaðabóta til iðkenda Falun Gong.

292. mál
[15:11]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér sýnist ég og hv. þm. Guðmundur Steingrímsson vera búin að tala okkur saman um að við séum ansi mikið sammála þó svo einhverjir núningar hafi verið hér í byrjun eins og ég vakti máls á. Já, það er alveg gríðarlega mikilvægt að við sem þjóð, við sem samfélag stöndum vörð um það og séum jákvæð fyrir því að fólk tjái hug sinn og mótmæli því sem því misbýður. Og aftur já, viðbrögð og ofríki íslenskra stjórnvalda í garð Falun Gong voru gersamlega yfirgengileg. Þess vegna vona ég svo sannarlega að þótt ég verði mögulega ekki stödd í þessum sal þá verði þingsályktunartillagan samþykkt.