143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

þingleg meðferð mála frá utanríkisráðherra.

[17:30]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég verð nú eiginlega að biðja forseta afsökunar á því að vera að koma hér aftur og tefja tímann, en það er ekki komið svar við því hvernig farið verður með þetta mál. Það er stundum þannig að það þarf að endurtaka hlutina mjög oft til að það sé alveg klárt hvað við eigum við.

Það sem við erum að spyrja um er þetta: Er ekki alveg ljóst að tillaga hæstv. utanríkisráðherra um slit á aðildarviðræðum um ESB verður ekki rædd hér í þinginu fyrr en við höfum fengið nefndaráliti frá utanríkismálanefnd og klárað þessa einu umræðu, sem á að vera grundvöllur fyrir hina ákvörðunina?

Mér finnst það svo óskýrt, virðulegi forseti, að ég vil fara fram á það að þingflokksformenn hittist áður en umræðan hefst þannig að við sem ætlum að taka þátt í henni og við sem störfum hér í minni hluta vitum hvernig málið verður afgreitt á þessari virðulegu samkomu.