143. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:31]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Það er einlæg löngun forseta að halda áfram efnislegri umræðu enda hefur honum fundist að umræðan, sem fram hefur farið núna, um fundarstjórn forseta, hafi verið á ákaflega jákvæðum og uppbyggilegum nótum og er þó ekki að hvetja til þess að þeirri umræðu verði sérstaklega haldið áfram heldur verði þá fordæmi fyrir góðri og efnislegri umræðu á eftir. Eins og hv. þingmaður sagði þá gengur sem óðast á „enn um sinn“-hugtakið.