143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[20:04]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tók eftir því í upphafi þingfundar að hæstv. forseti útskýrði fyrir hv. þm. Bjarkeyju Gunnarsdóttur það atriði sem hún hafði spurt um fyrr í dag, hvort það væri skylt að gera nefndarálit með skýrslum. Hann útskýrði það vel og það var gott.

Ég spurði virðulegan forseta og bað hann um að leiðbeina mér hér fyrr í morgun um það hvernig ég gæti fengið upplýsingar sem ég hef beðið um frá innanríkisráðuneyti. Hann svaraði því ekki, ég tók mjög greinilega eftir því, hann svaraði því ekki. Mig langar til að biðja hæstv. forseta að gefa mér leiðbeiningar og ég trúi ekki að hann geri upp á milli okkar þingmanna. Það þarf ekki að gerast í kvöld, en á morgun. Mig langar að fara þess á leit við hæstv. forseta.