143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið .

320. mál
[22:00]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég spyr eins og hv. þingmenn á undan mér: Hvað gerir forseti ráð fyrir að þingfundur standi lengi?

Ég tek líka undir orð formanns þingflokks Vinstri grænna, hv. þm. Svandísar Svavarsdóttur, og staðfesti orð hennar um ágætan fund þingflokksformanna í hádeginu í dag þar sem þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar höfðu frumkvæði að því að ræða ákveðna lausn og það hvernig þinghaldið ætti að leggjast þannig að sómi væri að í dag og næstu daga. Engin viðbrögð hafa komið við því öllu saman frá hæstv. forseta. Ég vænti þess að forseti sjái sér fært að svara þessum spurningum því að nú er klukkan að ganga 11 og það er mikilvægt fyrir okkur að átta okkur á hversu lengi umræðan á að standa.

Er verið að tala um næturfund eða ekki?