143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[23:28]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Þarna er nú gott dæmi um að okkur hv. þingmann greinir á. En ég er ánægð með það að við séum sammála um að það skiptir máli að fá þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta brýna framtíðarmál, hvort sem fólk telur að aðild sé betri eða verri fyrir hag Íslands og íbúa þess.

Ég velti samt fyrir mér í ljósi þess að hv. þingmaður sagði að Evrópusambandið vildi ekki atkvæðagreiðslu ef hætta væri á að því yrði hafnað og benti til einhverrar niðurlægingar vegna niðurstöðunnar í Noregi. Þá vil ég spyrja hv. þingmann hvort honum þyki það ekki bera sambandinu ágætt vitni að ýmis atriði um breytingar á innra skipulagi sambandsins hafa farið í þjóðaratkvæði hjá hinum ýmsu þjóðum og jafnvel verið felldar, (Forseti hringir.) sem hefur leitt til þess að gerðar hafa verið breytingar. Þar er einmitt (Forseti hringir.) virkjaður vilji kjósenda með reglubundnum hætti, sem hefur mikil áhrif. Það hefur einmitt sýnt sig. Er hv. þingmaður ósammála mér að það sé staðreyndin?