143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið (skýrsla).

320. mál
[23:47]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur og spyr: Hversu lengi á þingfundur að standa í kvöld? Ég hef ekki verið mjög lengi í þessum sölum en ég minnist þess ekki að hafa verið hér klukkan alveg að verða 12 á miðnætti. Maður hefur enga hugmynd um hvort fundurinn eigi að standa til 1 eða hvort við eigum að klára dagskrána, klára öll ræðuhöld, eru ekki 10 á mælendaskrá? Fundir eiga að hefjast í nefndum kl. 8.30 í fyrramálið þannig að, ég veit ekki alveg hvernig á að orða það, er ekki einhvern veginn hægt að toga það upp úr stjórnarmeirihlutanum eða forseta hvað við eigum að vera hérna lengi? Er hægt að sækja það með töngum eða á einhvern hátt?