143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[01:26]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil rétt eins og aðrir þakka hæstv. forseta fyrir það að fækka hér spurningarmerkjum sem hafa verið að hrannast upp hér ítrekað eins og — ég ætla ekki að segja brimskaflar. En um leið velti ég enn fyrir mér og gagnrýni að við höldum umræðunni áfram inn í nóttina þótt ekki standi til að mæla fyrir nýju máli, er þá vit í því þegar þingmenn eru hér í stórum stíl að fara á nefndarfund í fyrramálið að fara í mælendaskrá þar sem eru tíu þingmenn á lista? Er það umræðunni til framdráttar að fara þá leið? Getum við ekki bara slitið fundi hér með sóma og gengið svo til dagskrár aftur í fyrramálið? Ég vil bara spyrja forseta: Af hverju hefur hann áhyggjur af í þeim efnum? Hver er hættan við að fara þá leið?