143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[12:03]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti hefur lagt mikla áherslu á að hægt yrði að ljúka þeirri umræðu sem nú stendur yfir um skýrsluna sem allra fyrst þannig að við gætum hafist handa við umræður um tillögu ríkisstjórnarinnar. Það hefur verið rætt án þess að niðurstaða hafi fengist, vegna þess að við höfum aldrei komist svo langt að ræða hvernig hægt yrði að stuðla að því að önnur mál sem tengdust Evrópusambandinu og eru hér á dagskrá kæmust líka með greiðum hætti til nefndar.

Forseti hefur fulla trú á því að hægt sé að ná niðurstöðu um það. Þá verðum við líka að gefa það svigrúm að hefja umræðuna um skýrsluna þannig að við getum nýtt þann tíma sem fram undan er til að freista þess að finna niðurstöðu um það hvernig við getum þokað málum áfram.