143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[19:57]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég áttaði mig allt í einu á því að grátklökkur hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson átti við mig þegar hann sagði að fólk hefði farið hér mikinn og sagt að ráðherrar hefðu skrökvað. Ég biðst innilega afsökunar á því.

Auðvitað á maður ekki að nota slík orð í ræðustól og ég biðst afsökunar á því. Ég hefði átt að nota orðin „snúa út úr“ og ætla að passa mig á að gera það í framtíðinni. Ég þakka Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrir að kenna mér hér mannasiði. Það veitti nú ekki af.