143. löggjafarþing — 72. fundur,  11. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[16:23]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég er sammála honum í þessum efnum.

Menn hafa talað hér, sérstaklega forustumenn ríkisstjórnarflokkanna, af mikilli umhyggjusemi um Evrópusambandið, að það sé nauðsynlegt að koma heiðarlega fram við það, að það sé ekki teymt áfram á asnaeyrunum og menn séu ekki samkvæmir sjálfum sér ef þeir halda þessu máli í einhverju limbói. En mér finnst í þessum efnum mikilvægara að menn teymi ekki kjósendur á Íslandi á asnaeyrunum og séu heiðarlegir gagnvart þeim fyrst og fremst og séu samkvæmir sjálfum sér í þeim efnum sem þeir hafa borið fram í kosningum. Það væri síðan hægt að eftirláta Evrópusambandinu að slíta viðræðum ef því þykir ástæða til eða að málið hafi verið dregið úr hófi fram.