143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[16:34]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég tel að Ísland hefði verið við samningaborðið ef landið hefði verið meðlimur í Evrópusambandinu. Ég tel því að hagsmunum okkar hefði ekki verið verr fyrir komið innan sambandsins en þeim er nú komið utan þess. Ég vona að þetta sé fullnægjandi svar fyrir hv. þingmann.