143. löggjafarþing — 76. fundur,  18. mars 2014.

um fundarstjórn.

[13:39]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þá frábæru tillögu að halda sumarþing. Því meira sem þingið kemur saman, þeim mun betur getum við haft eftirlit með framkvæmdarvaldinu. Við eigum að taka okkur fjóra mánuði í frí. Er ekki betra að við komum saman í sumar, kannski í einn og hálfan mánuð, eitthvað svoleiðis, þá getum við haft eftirlit með framkvæmdarvaldinu og klárað ýmis mál sem verða ekki kláruð á þessu þingi? Sérstaklega á ekki að klára mál á hundavaði eins og við höfum verið að gera.

Sumarþing er góð hugmynd og ég tek undir hana.