143. löggjafarþing — 84. fundur,  31. mars 2014.

skuldaleiðrétting og lyklafrumvarp.

[15:30]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Eins og hæstv. forsætisráðherra sagði um verðtrygginguna og afnám hennar á sínum tíma: Þetta er ekki flókið. Hér er í lok fyrsta starfsárs ríkisstjórnarinnar ekkert frumvarp um afnám verðtryggingar. (Gripið fram í.) Hér er ekkert lyklafrumvarp. Hér eru 72 milljarðar í staðinn fyrir 300. Hér eru 5% lækkun á verðtryggðum skuldum heimilanna en ekki 20%. Hér er ekki einu sinni staðið við 4% verðbólgumarkmiðið sem forsætisráðherra lofaði sjálfur í þessum stól síðasta sumar. Hér er forsendubrestur heimilanna gerður að 1.100 þús. kr. framlagi til þess hluta íslenskra heimila sem skuldsett eru og það á fjórum árum. Hér er sannarlega ekkert heimsmet á ferðinni nema ef vera skyldi heimsmet í aprílgabbi.