143. löggjafarþing — 84. fundur,  31. mars 2014.

um fundarstjórn.

[19:05]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Þau hrannast hér upp, heimsmetin. Þau gerðu það strax eftir kosningar þegar hæstv. forsætisráðherra talaði um heimsmet í skuldalækkunum, heimsmet í efnahagsaðgerðum o.s.frv. Síðan hafa bæst við ný heimsmet; heimsmet í fylgistapi ríkisstjórnar, aldrei hraðar, aldrei hefur ríkisstjórn misst fylgi eins hratt, og í dag 31. mars 2014 bætast við tvö heimsmet. Til hamingju með það. Heimsmet í kjarkleysi og heimsmet í spéhræðslu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)