143. löggjafarþing — 86. fundur,  1. apr. 2014.

tilkynning um skrifleg svör.

[13:31]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hafa bréf frá innanríkisráðuneytinu, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er frests til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 720, um ríkisborgararétt erlendra maka, frá Össuri Skarphéðinssyni, á þskj. 786, um ferðakostnað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, frá Steingrími J. Sigfússyni, á þskj. 666, um rekjanleika í tölvukerfum ráðuneytisins, ríkisskattstjóra, yfirskattanefndar og Fjármálaeftirlitsins, frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.