143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[20:21]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég er mjög hlynntur frumvarpi hæstv. fjármálaráðherra um fjármálastöðugleika og fjármálaráð og mun styðja það. Mér finnst ekki sanngjarnt að ég fari að svara fyrir það hvort frumvarpið sem við ræðum núna sé í takt við það frumvarp. Færa má ýmis rök fyrir því að þetta sé skynsamlegt frumvarp til að lækka skuldir heimilanna sem eru allt of miklar o.s.frv. en eins og ég benti á í ræðu minni er ríkissjóður ekki síður skuldsettur og veitti ekki síður af þessari innspýtingu en heimilunum.