143. löggjafarþing — 91. fundur,  7. apr. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[20:25]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég kom inn á það í ræðu minni hvernig við gætum hugsanlega ráðstafað þessum peningum. Þetta eru gífurlegir peningar og ég hefði gjarnan viljað sjá lækkun skulda ríkissjóðs að einhverju leyti og svo lækkun skatta, sérstaklega skatta sem eru niðurdrepandi, sem drepa atvinnulífið í dróma. Ég nefndi tryggingagjaldið, sem er skattur á atvinnu, ég nefndi fjármagnstekjuskattinn, en nú er verið að skattleggja neikvæðar fjármagnstekjur, það hindrar sparnað sem er bráðnauðsynlegur þessari þjóð. Ég hefði gjarnan viljað sjá sitt lítið af hverju og það má vel vera að eitthvað af óskum mínum hefði hrotið yfir til velferðarkerfisins. Það er ekki vanþörf á víða þar að bæta úr.